Geir er ekki mikill bógur

Punktar

Hvernig varð Geir H. Haarde svona misheppnaður pólitíkus? Áleitin spurning. Einkum var hann ekki mikill bógur, of háður fortíð sinni og umhverfi sínu. Arfur Davíðs stjórnaði gerðum hans, þar á meðal ofurtrúnni á sjálfvirkan lækningarmátt markaðslögmála. Hvorugur áttaði sig á afleiðingum skorts á eftirliti í samfélagi siðblindingja. Undir áhrifum Davíðs vék Geir sér hjá eðlilegu samráði. Í bandalagi lyginnar með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fóru þau tvö að trúa eigin rugli. Reyndu að halda vandanum leyndum fyrir þjóðinni. Ingibjörg ætti að vera fyrir Landsdómi, en Geir verður að duga.