Geir er ekki kjölfesta

Punktar

Gjaldeyrislánin að utan eru ekki háð forsætistign Geirs Haarde. Lánin mundu koma, þótt hann væri ekki forsætis. Þvert á móti hefur mikil tregða verið í afgreiðslu lánanna. Hún stafar af, að margir vilja ekki leggja fé í hendur sannanlegra óreiðumanna. Til dæmis vilja sænsku lánveitendurnir fá betri skýringar á, hvernig lánin verði notuð. Erlendir ráðamenn í seðlabönkum og ríkisstjórnum hafa beinlínis áhyggjur af framgöngu íslenzkra stjórnvalda. Geir er í þeirra augum engin kjölfesta landsins, heldur eitt vandamálanna. Kosningar hér á landi mundu síður en svo setja erlend lán í uppnám.