Geir Haarde var talinn skemmtilegur, var vel látinn af stjórnarandstöðunni. Sem forsætis hefur hann fengið snert af Davíðsveiki. Hrokinn leiðir hann í ógöngur. Hann neitar að tala við bílstjóra nema þeir hætti aðgerðum. Eins og Bush vill ekki tala við neinn, sem máli skiptir í heiminum, nema þeir hætti aðgerðum. Ekki tala við Hamas, ekki tala við Hizbolla, ekki tala við Íran, ekki tala við Evrópu. Hins vegar er markmið pólitíkusa að láta hluti gerast, tala við menn og finna lausnir. Geir er eins og Bush, óhæfur til að láta hluti gerast. Er steinrunninn í málum Evrópu og vörubílstjóra. Í öllu.
