Birta á upplýsingar um fjármál stjórnmála- og embættismanna. Til dæmis um skuldir þeirra og eignir. Eins og um skuldastöðu talsmanns hagsmunasamtaka 400 fermetra fólks. Stjórnmála- og embættismenn fjalla um fjárflutninga milli lánara og skuldara. Eigum að vita, hvort þeir græða á tilfærslum. Eins og við áttum að vita um gróða Geirs Haarde á að ábyrgjast allar innistæður. Eins og við áttum að vita um kvótaeign Halldórs Ásgrímssonar. Skildi aldrei, af hverju hagsmunasamtök heimila tóku flatar afskriftir fram yfir sértækar. Ég skildi það loksins, er í ljós komu 400 fermetrar Marinós G. Njálssonar.