Endurnýjuð stjórnarskrá gagnast illa, ef þar verður ekki fyrirskipað gegnsæi í kerfinu. Ekki bara í þremur þáttum valdsins, dómsvaldi, löggjafarvaldi og framkvæmdavaldi. Einnig í fjármálum, fyrirtækjum og fjölmiðlum. Skortur á gegnsæi í bönkum var ein helzta ástæða hrunsins. Nýja stjórnarskráin þarf að afnema bankaleynd. Ekki nægir að fyrirskipa gegnsæi, heldur einnig skráningu heimilda, þannig að mál séu ekki afgreidd munnlega. Gegnsæi er gagnslaust, ef ekki er til pappírsslóð. Leyndarhyggja er grunnmúruð og sameinar gamla pólitíkusa og spánnýja Hreyfinguna. Leyndarhyggjuna á að rífa upp með rótum.