Gegnsæi er betra en bann

Punktar

Ég skil sjónarmið Hreyfingarinnar, sem vill banna styrki fyrirtækja til stjórnmálaflokka. En tel, að dansað yrði kringum bannið. Vil frekar skylda flokka og frambjóðendur til að upplýsa daglega um styrkina. Ekki bara löngu eftir á og ekki bara yfir tilgreindri upphæð. Ég er semsagt meira fyrir gegnsæi en bann. Og svo tel ég, að beita þurfi viðurlögum gegn þeim, sem brjóta upplýsingaskylduna. Hef að vísu lítið álit á kjósendum. Þeir hafa þó tækifæri til að nudda augun, þegar landssamband íslenzkra kvótagreifa tekur upp budduna. Gegnsæi er eina leiðin til að mennta siðlausa kjósendur.