Geðþótti og holtaþoka

Punktar

Skilanefndir gömlu bankanna eru farnar að valda ríkisstjórninni vandræðum og munu leiða til skelfingar. Þær voru skipaðar af vanhæfri ríkisstjórn hægri flokkanna og endurspegla viðhorf gamalla tíma. Vinnubrögð þeirra eru fólki ekki gegnsæ. Ákvarðanir þeirra koma eins og fjandinn úr sauðarleggnum. Enginn sér nein rök út úr þeim. Allir sjá bara nakinn geðþóttann. Það var einmitt geðþóttinn og holtaþokan, sem byltingin í vetur átti að losa okkur við. En gerði ekki, af því að við tók ríkisstjórn sams konar kerfiskarla og áður voru við völd. Ríkisstjórnin verður strax að grípa í tauma skilanefnda.