Garðar Garðarsson

Punktar

Garðar Garðarsson er formaður Kjaradóms, stofnunar, sem hefur um langt árabil markvisst unnið að auknum launamun og stéttaskiptingu í þjóðfélaginu með því að hækka tekjur stjórnmálamanna og helztu embættismanna langt umfram hækkun tekna almennings. Undir hans stjórn er Kjaradómur ekki hlutlaus stofnun, sem reynir að fara bil beggja og halda friðinn í þjóðfélaginu, heldur eindreginn skæruliði af hálfu yfirstétta ríkisvaldsins. Annað hvort starfar hann að vilja ráðamanna þjóðfélagsins eða að hann leikur lausum hala og þá þarf að losna við hann til að halda friðinn í þjóðfélaginu.