Gamlingjastjórnin

Punktar

Skrítin blanda Vinstri græn. Þar eru eins konar Möðruvellingar eða þjóðrembingar. Gætu verið á jaðri Framsóknar. Þaðan kemur viljinn til að fara í ríkisstjórn með B og D. Svo eru eins konar bæjarradíkalar í þéttbýli. Gætu verið í krataflokki, væri hann ekki dauður. Listamenn og rithöfundar eru þéttir í þessum hópi. Þannig spanna Vinstri græn ýmsa hópa vinstra megin við miðju. Raunar er þetta eini vinstri flokkurinn um þessar mundir. Fjórða horn fjórflokksins. Jafnvel er farið að tala um ríkisstjórn gamlingjanna BDSV gegn stjórnarandstöðu nýflokkanna PC. Svona spöglasjónir drepa tímann, meðan bófaflokkurinn þreytir þjóðina til sátta.