Gamla Ísland er fegið

Punktar

Léleg kjörsókn rýrir sjálfstraust stjórnlagaþingsins og fitar sjálfstraust fjórflokksins á Alþingi. Þjóðfundurinn lagði fram róttækar hugmyndir, sem stjórnlagaþing mun þynna, ef það verður óttaslegið. Alþingi mun síðan benda á lélega kjörsókn sér til afsökunar, þegar það drepur nýrri stjórnarskrá á dreif. Þingmenn eru hræddir við líkamlegt andóf, bumbuslátt og eggjakast. En þeir eru ekki hræddir við stjórnlagaþing, sem hefur ekki helmings fylgi þjóðarinnar að baki sér. Léleg kjörsókn er bakslag í þróun þjóðarinnar í átt til samfélags frjálsra borgara. Þingmenn gamla Íslands varpa öndinni léttar.