Jóhanna og Steingrímur og ríkisstjórn þeirra eru hluti af gamla Íslandi. Þau standa í hreingerningum án þess að skilja, hvað í þeim þarf að felast. Átta sig ekki á alvöru þess, að Evrópuráðið vill hömlur á íslenzkri spillingu. Hafa lítið gert í að bregðast við kröfum ráðsins á því sviði. Samkvæmt Greco, eftirlitsstofnun Evrópuráðsins, hefur ríkisstjórnin aðeins tekið á einu af fimmtán kvörtunarefnum. Flest fjalla þau um kosningabaráttu og fjármál stjórnmálaflokka, einkum Sjálfstæðisflokksins. Greco segir, að eftirfylgni ríkisstjórnarinnar sé óviðunandi. Gamla Ísland er enn við völd.