Sjálfstæðisflokkurinn er gamalgróin aðferð við að nota atkvæði fátækra til að hlaða undir ríka. Þessi aðferð er að bila. Kannanir sýna, að mikið fylgi Flokksins meðal fátæklinga hefur skyndilega rýrnað niður í lítið fylgi. Um leið hefur heildarfylgið sigið úr 40% hjá þjóðinni í 25%. Það nægir flokknum ekki lengur til að komast í ríkisstjórn. Tilvera Flokksins byggist á þessu tvennu, stuðningi fátækra og aðild að stjórn. Þegar hvort tveggja bilar, rambar Flokkurinn í tilvistarkreppu. Eftir langvinna ábyrgð á vanhæfum ríkisstjórnum frjálshyggju er hann kominn út úr húsi hjá fátækum kjósendum.