Galopið fyrir nýja flokka

Punktar

Við nánari umhugsun tel ég líklegt, að Fréttablaðið hafi spurt opið: Hvaða flokk mundir þú kjósa, ef kosið væri núna? Þá geta menn svarað hverju sem er, til dæmis Besta flokknum. Hans var ekki getið í könnuninni. Annað hvort hafa engir viljað lýsa stuðningi við hann, eða þessi túlkun mín er röng. Raunar er ekki hægt að túlka niðurstöður könnunar Fréttablaðsins nema þetta sé komið á hreint. Hafi Besti flokkurinn ekki fengið fylgi, er aðgangur galopinn fyrir nýja flokka. Kjósendur höfnuðu þá ekki bara Fjórflokknum, heldur líka Hreyfingunni og Besta. Með fyrirvara um misskilning á fréttinni.