Gallup hefur gefið út enn eitt bullið, sem gengur undir nafninu skoðanakönnun. Fyrir Samtök verzlunar og þjónustu hefur fyrirtækið spurt um viðhorf fólks til einkarekstrar í heilbrigðisgeiranum án þess að leiða í ljós, hvort fólk vill borga fyrir einkarekna þjónustu eða hvort það játar henni upp á þau býti, að hún sé ókeypis. Svona kannanir eru til skammar í bransanum, en eru allt of tíðar, því að Gallup og félagar flaðra upp um viðskiptavini sína og spyrja aðeins að því, sem kemur þeim vel, og birta aðeins það, sem kemur þeim bezt.