Galdrar duga ekki

Punktar

Losaðu þig við hugmyndir um að láta ofátið hverfa með göldrum. Nánast allir matarkúrar byggjast á göldrum, einföldum slagorðum um ævintýralegan árangur á stuttum tíma. Höfundar matarkúra eru sölumenn snákaolíu, arftakar þeirra, sem fyrr á öldum fóru milli markaðstorga með glös í pússi sínu. Enginn sítrónukúr eða steinaldarkúr mun flytja þig yfir til fyrirheitna landsins. Að vísu borgar sig að taka út örfáar matartegundir, en að öðru leyti felst verkefni ofætunnar í að breyta persónu sinni. Að gera sig að persónu, sem veit, hvenær hún má borða og hvenær hún á að stöðva átið hverju sinni.