Gagnslítill hagvöxtur

Punktar

Á nánast hverju ári batnar efnahagur Íslendinga eins og allra nágrannaþjóðanna. Ekki eykst hamingja okkar við það og enn síður verður lífið auðveldara viðfangs. Fólk vinnur sem fyrr myrkranna minni við að koma sér upp þaki yfir höfuðið og geta komið börnum sínum til manns. Gjaldþrot einstaklinga eru orðin svo tíð, að Lögbirtingablaðið kemur út þrisvar í viku að minnsta kosti. Tíuþúsund prózak-töflur eru gleyptar á hverju morgni. Þótt þjóðartekjur á mann hafi margfaldazt á nokkrum áratugum, sér þess ekki umtalsverðan stað í gæfu og gengi. Einhvern veginn sáldrast hagvöxturinn á tvist og bast í neyzlu og eyðslu, svo og tilgangslitlar fjárfestingar. Samt hefur árlegur hagvöxtur, stækkun þjóðarkökunnar, lengi verið pólitískt trúaratriði hér á landi og í nágrannalöndunum.