Gagnslausi endurskoðandinn

Punktar

Íslandsbanki notar sama innri endurskoðanda og forverinn Glitnir hafði fyrir hrun. Ágúst Hrafnkelsson sá ekki gjaldþrot Glitnis koma og mun koma bankanum að sama gagni núna. Að sögn Friðriks Sophussonar stjórnarformanns hefur hann ýmsa kosti. Próf í faginu og sérstakt próf í innri endurskoðun banka. Einnig próf í viðskiptafræði og verðbréfum. Formaður félags innri endurskoðenda og aðili að alþjóðlegum samtökum þeirra. Fylgist vel með faginu, segir Friðrik, og er vandanum vaxinn. Sem innri endurskoðandi reyndist hann vita gagnslaus, en það er víst önnur saga. Endurskoðendur þurfa nefnilega ekki að gera gagn.