Gera má ráð fyrir, að samtök atvinnulífsins og vinnumarkaðarins gangi hart fram í stuðningi við IceSave. Þau sjá, að án samnings verður kyrrstaða hér og atvinna mun ekki aukast. Sum lán munu ekki fást og önnur verða dýrari. Það er engin heimsendir, bara kyrrstaða, en eigi að síður ófrýnileg framtíð að mati vinnumarkaðarins. Gallinn við þennan stuðning er, að atvinnulífið og vinnumarkaðurinn njóta einskis trausts. Fólk lítur niður á Vilhjálm Egilsson og Gylfa Arnbjörnsson. Þeir eru í sama ruslflokki og þingmenn. Stuðningur slíkra við Já í þjóðaratkvæðagreiðslu er harla lítils virði. Því miður.