Auðræðið, sem hefur leyst lýðræði af hólmi í Bandaríkjunum, er ekki auðræði frjálshyggjunnar. Það er auðræði greiðabandalags stjórnmála og auðhringja. Allir stjórnmálamenn landsins eru fjármagnaðir af auðhringjum og reka erindi þeirra í stjórnmálum og stjórnsýslu. Þeir setja upp hindranir í viðskiptum, þegar það hentar auðhringjum. Þeir fara í stríð við fátæk lönd, þegar það hentar auðhringjum. Þeir beita pólitísku valdi til að skekkja leikreglur auðræðisins. Auðræði nútímans felst í gagnkvæmri greiðasemi stjórnmála og fjármagns. Hefðbundnir fjölmiðlar nefna ekki þessa staðreynd.