Fréttir af undirbúningi gagnavera eða netþjónabúa eru sólargeisli í myrkri hrunsins. Nú hefur verið ítrekað, að Greenstone ætli að hefja framkvæmdir í ár og taka fyrstu búin í notkun í ársbyrjun 2011. Þetta er það, sem koma skal í stað nýrra álbræðslna, sem detta vegna skorts á fjármögnun. Netbúin þurfa 300 MW orku og skapa 300 ný störf beint. Þetta er allt annað og betra reikningsdæmi en álbræðslur. Nýtízku atvinnuvegur í stað gamaldags. Til þess að þetta megi verða þarf að stuðla að lagningu fyrsta flokks sæstrengs til Bandaríkjanna. Í líkingu við Farice til Evrópu. Framtíðin er við næsta horn.