Gaddafi hrynur

Punktar

Til skamms tíma héldum við á Vesturlöndum, að Saddam Hussein væri einn af verstu skúrkum heimsins. Það var lygi, hann var bara eins og Mubarak og Gaddafi og aðrir harðstjórar í heimi múslima. Engu verri og engu betri. En það hentaði bandarískum stjórnvöldum að siga almenningsálitinu á Saddam Hussein. Við vitum núna, að Írakar hafa það mun verr núna en á valdatíma hans. Við vitum núna, að Bandaríkin hafa haldið uppi hliðstæðum bófum um allan þriðja heiminn. Til að gæta hagsmuna sinna. Nú riðar allur heimur olíubófanna til falls. Jafnvel geðsjúklingurinn Gaddafi er á leiðarenda.