G4 minnkar vonandi okrið

Punktar

Á sumrin þarf ég oft að blogga utan netsambands. Neyðist þá til að nota gemsa til að koma blogginu og fésbókinni þráðlaust á vefinn. Það gengur átakalaust, en kostar morð fjár. Tæknin er G3, sem símafyrirtækin okra á eins og þau mögulega geta. Nú er boðuð ný tækni, G4. Hún á að vera tífalt hraðari en G3 og nota þó að mestu sama sendingabúnað. Mér leyfist að vona, að senn linni herkví G3 tækninnar. Brýnt er, að kostnaður við gagnaflutninga með gemsum komist í samræmi við annan kostnað á netinu. Meðan svo er ekki, eigum við að geta heimtað, að Fjarskiptastofnun tempri okur símafélaganna.