Vikulega lesum við fréttir í blöðum um, að dómsmál hafi að einhverju eða öllu leyti klúðrast, einkum vegna seinagangs við rannsókn þeirra, en einnig vegna lélegra vinnubragða. Beinast spjótin þá einkum að örfáum aðilum í hópi sýslumanna og lögreglustjórnenda. Af hverju tekur dómsmálaráðuneytið ekki á slíkum málum, setur afglapa tímabundið til hliðar og ræður öfluga viðlagamenn til að kippa málum í liðinn? Núverandi ástand dregur úr virðingu almennings fyrir réttvísi í landinu, þegar hann hann sér hvert dómsmálið á fætur öðru klúðrast vegna seinagangs og afglapa.