Fyrning greifanna

Punktar

Kvótagreifar segja, að við séum að ráðast á sjávarútveginn. Það er rangt, við viljum bara losna við greifana úr sjávarútvegi. Þeir segja, að við séum að ráðast á sjávarplássin. Það er rangt, við viljum frelsa plássin úr klóm greifanna. Þeir segja, að við séum að ráðast á sjómenn og fiskverkafólk. Það er rangt, við teljum aðra hæfari en greifana til að reka útgerð og vinnslu. Kvótagreifar eru alls ekki það sama og sjávarútvegur, sjávarpláss, sjómenn og fiskverkafólk. Með því að fyrna greifana fáum við inn nýja aðila. Þeir geta rekið útgerð og fiskvinnslu þannig, að samfélag og starfsfólk fái arð.