Fyrirsláttur um persónukjör

Punktar

Persónukjör er gott í kosningunum, þótt flest prófkjör séu búin. Flokkarnir bera þá fram lista í samræmi við prófkjörin, en kjósendur geta breytt þeim. Ég sé ekki óeðlilegan tvíverknað við það í núverandi tímahraki. Persónukjör er betra en prófkjör, færir prófkjörin inn í sjálfar kosningarnar. Þátt í prófkjörinu taka þá ekki aðrir en kjósendur flokksins. Ég sé heldur ekkert óeðlilegt við, að greiðendur utankjörstaðaatkvæða hafi takmarkaðan rétt. Þeir hafa ekki getað beitt útstrikunum eða breytt röð frambjóðenda hingað til. Svo að það er ekkert nýtt í slíku. Bara fyrirsláttur Sjálfstæðisflokks.