Fyrirmynd harðstjóra

Punktar

Verstu harðstjórar Afríku skýla sér bak við klisjur frá George W. Bush Bandaríkjaforseta og segjast til dæmis vera að “útrýma” hryðjuverkum. Þeir skýla sér bak við ný bandarísk lög, sem takmarka borgaralegt frelsi. Þeir hafna alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum og neita eins og Bandaríkin og Ísrael að taka mark á alþjóðalögum. Þeir halda mönnum án dóms og laga eins og Bandaríkin gera í Guantanamo-flóa. Þeir reka eins og Bandaríkin hrikalegan hallabúskap á fjárlögum til að fjármagna hervæðingu. Frá þessu segir Shehu Sani í International Herald Tribune.