Fyrir Úlfar og þorrablótin

Punktar

Sammála Andrési Jónssyni um, að hér mætti leyfa veiði á nokkrum hrefnum undir yfirskyni frumbyggjaveiða. Það dugir til að sýna útlendingum á grilli heima fyrir eða á veitingastað. Það dugir fyrir Úlfar á Þrem Frökkum. Það dugar í súrt rengi á þorrablótum. Sem sagt, það dugar í frumbyggjaveiðar. Að öðru leyti er hrefnukjöt og annað hvalkjöt óseljanlegt, ósjálfbært. Ekki einu sinni Japanir kaupa. Þar hafa vaxið upp kynslóðir, sem þekkja ekki át á hval, þótt það sé boðið frítt. Hrefnuveiðar og aðrar hvalveiðar eru bara kostnaður. Eini kosturinn er, að þær hindra setu Íslands í Öryggisráðinu.