Ólafur Ragnar Grímsson og Herdís Þorgeirsdóttir hafa Ríkisútvarpið fyrir rangri sök. Það hossar ekki Þóru Arnórsdóttur. Viðskiptablaðið reiknaði út, að Ólafur fékk 51 frétt meðan Þóra fékk 31 og Herdís 26. Aðrir fengu 29-21 frétt, nema Andrea Ólafsdóttir, sem kom síðar til skjalanna. Ríkisútvarpið leitaði ráða hjá norrænum sjónvarpsstöðvum um meðferð mála af þessu tagi, er starfslið fjölmiðils er grunað um stuðning við samstarfsmenn. Ríkisútvarpið lýsti yfir, að það mundi taka á kosningunum af fagmennsku. Ég treysti því. Tölurnar sýna þó, að sjónvarpið má passa að hossa ekki Ólafi Ragnari um of.