Fylgisrýrir harðstjórar

Punktar

Illa hefur gengið að laga stöðu miðausturlanda með því að knýja þar fram frjálsar kosningar. Það hefur ekki leitt til lýðræðis að vestrænum hætti. Þvert á móti hafa þær leitt klerka og aðra róttæka trúarofstækismenn til valda. Harðstjórar undir vestrænum áhrifum á borð við Hosni Mubarak í Egyptalandi og prinsana í Arabíu hafa aðeins 2% fylgi í könnunum í ríkjum múslima. Nánast allir vilja losna við bandarískan her og bandarísk áhrif. Þróunin í kosningum er í átt frá gömlu furstunum yfir til róttæklinga í trúarofstæki.