Fýlan í Steingrími

Punktar

Steingrímur J. Sigfússon hefur ekki enn getað útskýrt fýlu sína eftir kosningarnar. Ljóst var, að vinstri stjórn yrði erfið. Ástæðulaust var að kýla Framsókn á kjaftinn fyrstu tvo dagana eftir kosningar. Margt má vont segja um Framsókn, þótt sleppt sé að nota sér það í tvo daga á fjögurra ára fresti. Ég hef oft látið Framsókn finna til tevatnsins, en get hugsað mér að gefa henni frí af og til. Heimskulegt var að heimta afsökunarbeiðni af Framsókn út af máli, sem allir hafa gleymt. Mér fannst Steingrímur bara segja, að hann sé sjálfur ekki hæfur eða ekki þyrstur í ríkisstjórn.