Fúsk við olíuhreinsun

Punktar

Björgunaraðgerðir við olíuslysið í Reykjavíkurhöfn gengu hægt og illa. Svo mjög, að málsaðilar töldu brýnt að meina fjölmiðlum aðgang að svæðinu. Markmiðið var að hindra fréttir af lélegri frammistöðu skipuleggjenda aðgerðanna. Minnir mjög á tilraun Almannavarna til að hefta fréttir af eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Klukkustundir liðu áður en tókst að hefta útbreiðslu mengunarinnar, þótt innan hafnar væri. Loksins eftir þriggja klukkustunda fúsk komst aðgerðin í gang. Þá þótti unnt að veita fjölmiðlum aðgang að svæðinu. Klaufaleg aðferð við að fela fúsk við olíuhreinsun.