Furðufuglar vinnumarkaðarins

Punktar

Furðufuglar vinnumarkaðarins halda sig vera pólitíkusa. Setja á oddinn mál, sem koma kjarasamningum lítið við. Samtök atvinnurekenda eru með verndun kvótagreifa á heilanum. Samtök verkalýðsrekenda eru með almannatryggingar á heilanum. Ég hélt, að samningar ættu að snúast um kaup og kjör. Svo er ekki. Í upphafi viðræðna hóta menn að semja alls ekki. Bara út af hliðarmálum, sem varða ekki launafólk og smáfyrirtæki. Það kann ekki góðri lukku að stýra að taka kjarasamninga í gíslingu pólitískra stefnumála. Verstur er þáttur Samtaka atvinnulífsins, er hefur tekið að sér pólitíska forustu sérhagsmuna.