Fullvissa um fjórflokkinn

Punktar

Falli Alþingi frá málshöfðun á hendur Geir Haarde, verður ekkert pólitískt uppgjör á orsökum hrunsins. Engar vitnaleiðslur verða. Hver fyrir sig getur áfram tuggið sína rangfærslu af sögu hrunsins, einkum Davíð Oddsson. Þótt furðulegt megi virðast eru tveir þingmenn Vinstri grænna ábyrgir fyrir þessu öngstræti. Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir brugðu skildi fyrir Geir. Hafna rétti þjóðarinnar til að fá að vita, hver upplýsti hvern um hvað, hvenær og hvernig. Þjóðin mun því áfram þurfa að búa við óuppgert hrun. Og öðlast endanlega fullvissu um, að fjórflokkurinn er allur eins.