Fullveldis-kreppan

Punktar

Eftir páska mun fólk átta sig. Þegar dýrtíðin leikur lausum hala, skulum við muna, að við erum ekki í Evrópusambandinu. Við höfum eigin krónu og eigin seðlabanka. Við höfum okkar eigin tök á efnahagsmálum og við höfum okkar eigin okurvexti. Og sjálfstæði okkar felst í að þýða lög og reglur Evrópu yfir á íslenzku. Gerið ykkur í hugarlund, hvernig ástandið væri, ef hér ríkti evra og engin verðbólga. Ef Seðlabankinn hefði verið afskaffaður og ríkisstjórnin hefði ekki þau tök á efnahagsmálum, sem hún er sögð hafa sem fullvalda ríkisstjórn. Það væri himnaríki, engin fullveldis-kreppa.