Fullveldi hvalveiða

Punktar

Íslendingar sækja lög sín og reglugerðir frá Bruxelles og utanríkisstefnuna frá Washington. Einu merkin um fullveldi þjóðarinnar felast annars vegar í ofveiði allra fiskistofna og hins vegar í takmörkuðum hrefnuveiðum, sem vekja litla lukku í útlöndum. Enda eru þær hafnar án sjáanlegra aðgerða í almanna- og fjölmiðlatengslum í útlöndum. Ekki er furða, þótt mikill meirihluti þjóðarinnar styðji hvalveiðar sem síðustu leifar fullveldisins.