IceSave er fullrætt, þrautrætt. Samninganefndin hefur kynnt efni samningsins við Bretland og Holland. Andstæðingarnir segjast ekki vilja borga erlendar skuldir óreiðumanna. Við það situr. Þess vegna mætti kjósa á morgun. Alþingi á að vísu eftir að birta gögnin, sem fjárlaganefndin fékk. Varla er ætlast til, að kjósendur ákveði sig á grunni lakari gagna en fjárlaganefnd hafði. Skilanefndir bankanna þurfa að uppfæra afkomuhorfur og Seðlabankinn þarf að uppfæra gengisspá fyrir kosninguna. Þá mun sjást, að við borgum skitna tíu til tuttugu milljarða króna. Bara eins mánaðar tekjuafgang af vöruskiptum.