Fullkomin Bandaríki

Punktar

John Gray segir í Guardian, að ráðamenn Bandaríkjanna telji veraldarsöguna hafa endað með Bandaríkjum nútímans, sem séu hið fullkomna ástand mannkyns. Afganginum af heiminum gangi misjafnlega að laga sig að bandarískum nútíma. Skortur á þessari aðlögun sé einkenni á löndum múslima. Með hernaðarlegum afskiptum af miðausturlöndum séu Bandaríkin að trufla þróun þeirra og framkalla róttæka trúarhyggju og klerkastjórnir í þeim heimshluta.