Fullir bankar af fé

Punktar

Fjármagnstekjur hafa magnazt í kreppunni. Stafar af mikilli aukningu peninga á venjulegum bankareikningum. Milli ára hafa innistæður tvöfaldazt og eru núna tvöþúsund milljarðar króna. Bankar eru semsagt fullir af fé í miðri kreppu. Á að minna okkur á, að fjármagnstekjuskattur er mun lægri á Íslandi en í nálægum löndum. Ósiðlega lágur í samanburði við launatekjuskatt. Sýnir það brenglaða siðferðismat landsfeðra, að fé sé æðra en vinna. Af öllum hugmyndum stjórnarinnar um skattahækkanir er hækkun fjármagnstekjuskatts sú lang-sanngjarnasta. Skattur á að vera hinn sami á allar tegundir tekna.