Frummenn voru góðmenni

Punktar

Frummenn voru góðmenni
Alveg tannlaus hauskúpa fertugs og útslitins frummanns frá því fyrir 1,77 milljón árum, sem fannst nýlega í Georgíu, þykir benda til, að útslitin gamalmenni þess tíma hafi fengið að lifa í skjóli ættbálksins, sem lifði á kjöti og varð að vinna fæðuna ofan í gamla manninn. Hingað til hefur mannúð ekki verið rakin aftar í tímann en til Neanderthal-mannsins, sem var uppi fyrir 60 þúsund árum. Samkvæmt grein í Nature um hauskúpuna er tilfinning og virðing fyrir gömlu fólki nánast eins gömul og elztu forgöngumenn mannkynsins. John Noble Wilford skrifar um þetta í New York Times.