Frosti er fúskari

Punktar

Frosti Sigurjónsson er fúskari. Heldur blákalt fram, að hægt sé að sannreyna könnun með að hringja í 74 áskorendur. Segi 69 þeirra, að undirskrift þeirra sé ófölsuð, þá sé herferðin í heild 93% áreiðanleg! Bara 3000 undirskriftir séu falsaðar!! Maðurinn er ekki í lagi. 74 verða aldrei gilt úrtak samkvæmt lögmálum líkindareiknings stærðfræðinnar. 800 er nær lagi, betri eru 1200 og þá aldursdreifðar. Að mínu viti eru um 8000 falsaðar undirskriftir í herferð hans. Frosta var í tæka tíð bent á galla herferðarinnar, en hann kaus að hlusta ekki. Átti að fara eftir Indefence, en gerði ekki. Er bara fúskari.