Borgarafundurinn í gær sýndi, að þau hlusta hvorki né heyra. Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún eru orðin svo forstokkuð, að þau eru frosin. Koma á fund hjá reiðum almenningi með sálina frosna. Svara öllum spurningum út í hött. Tala tungumál, sem enginn skilur og enginn virðir. Þau tvö eru ásamt Davíð orðin að minnisvarða hrunsins. Hver vika, sem líður undir þeirra stjórn, er vika aukins vonleysis og vantrausts. Spurningin er bara, hvort almenningur hefur kraft í sér til að bera þau út. Kasta þeim út á sorphaug sögunnar. Þau ætla að öðrum kosti að sitja hrokafull út kjörtímabilið. Það eitt er ljóst.