Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerir nánast ekkert. Þar hlaðast upp mál og þar er allt frosið. Enda er bossinn skjólstæðingur Davíðs og áhugamaður um annað en fjárglæfra. Rannsókn íbúðalánasvika lauk í október og liggur niðri í skúffu. Blekkingar vegna sölu húss til kínverska sendiráðsins eru í salti. Brot stjórnar lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar voru á lokastigi fyrir rúmu ári og eru núna týnd. Fyrir rúmu ári var tilkynnt um stórfellt gjaldeyrisbrask og það liggur líka í kössum. Spurt er um málin og engin svör fást. Nú er brýnt að höfða mál gegn yfirmönnum hins aðgerðalausa embættis.