Frosinn ríkislögreglustjóri

Punktar

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerir nánast ekkert. Þar hlaðast upp mál og þar er allt frosið. Enda er bossinn skjólstæðingur Davíðs og áhugamaður um annað en fjárglæfra. Rannsókn íbúðalánasvika lauk í október og liggur niðri í skúffu. Blekkingar vegna sölu húss til kínverska sendiráðsins eru í salti. Brot stjórnar lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar voru á lokastigi fyrir rúmu ári og eru núna týnd. Fyrir rúmu ári var tilkynnt um stórfellt gjaldeyrisbrask og það liggur líka í kössum. Spurt er um málin og engin svör fást. Nú er brýnt að höfða mál gegn yfirmönnum hins aðgerðalausa embættis.