Frosin laun

Punktar

Economist segir okkur að raunlaun hafi verið frosin á vesturlöndum frá aldamótum. Fólk hefur ekki fengið aðild að hagvextinum. Hann hefur allur farið í vasa auðmanna. Sama kemur fram í skýrslum OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar. PEW stofnun telur, að frostið hafi staðið síðan seint á síðustu öld. Fræðimenn eru farnir að átta sig á, að hagspekitilgátur Hayek og Friedman hafa allt annan enda en þeir töldu. Þær leiða til aukins ójafnaðar í launum og eignum og hindra aðild almennings að hagvexti. Hér á landi eru greiningastofur enn á villigötum. Enda ríkja þar hin gömlu hagtrúarbrögð, sem oft eru kennd við nýfrjálshyggju.

Economist

OECD

PEW