Fróðlegt væri að vita, hvenær ríkisstjórnin ætlar að hætta að ganga á undan öðrum í verðhækkunum.
Fróðlegt væri að vita, hvenær ríkisstjórnin ætlar að borga þá tíu milljarða óreiðuskuld, sem hún hefur safnað upp við Seðlabankann.
Fróðlegt væri að vita, hvenær ríkisstjórnin ætlar að hætta að yfirbjóða peningamarkaðinn með útgáfu ríkisskuldabréfa, sem börnin okkar verða að borga, þegarþau eru orðin skattgreiðendur.
Fróðlegt væri að vita, hvenær ríkisstjórnin ætlar að jætta að slá þá jarðarfararvíxla erlendis, sem hafa ukið greiðslubyrði þjóðarinnar miðað við útflutningstekjur úr 11% í 19% á tveimur árum.
Fróðlegt væri að vita, hvenær ríkisstjórnin ætlar að gera þjóðinni þann greiða að fara frá.
Jónas Kristjánsson
Dagblaðið