Frjálshyggjan drap okkur

Punktar

Frjálshyggjan drap okkur. Hún seytlaðist inn í kerfið. Meira eða minna óhæfir Vökudrengir voru dregnir til valda í stofnunum, bönkum og útrásum. Hannes Hólmsteinn heilaþvoði Davíð Oddsson og Geir Haarde. Samfylkingin apaði brezkan Blair-isma, sem reyndist vera blanda af frjálshyggju og fasisma. Framleitt var eftirlitslaust fjármálakerfi, sem sprakk í andlit þjóðarinnar. Samt neitar frjálshyggjan að fara. Geir og Ingibjörg halda fast í stólana. Seðlabanka, fjármálaeftirliti og bönkum er enn stjórnað af frjálshyggju-ofsatrú. Við þurfum að spúla Geir og Ingibjörgu niður í ræsið.