Frjálshyggja í vondum málum

Punktar

Þjóðin styður Íbúðalánasjóð nánast einhuga samkvæmt könnun. Þrátt fyrir andstöðu bankanna og fylgjendur sjálfvirkrar frjálshyggju. Þegar á reyndi, var nánast enginn stuðningur við kennisetningar frá Chicago. Í raun vill þorri þjóðarinnar tímabundin inngrip í sjálfvirknina. Einkabankarnir hafa neikvæða ímynd. Þeir tóku skammtímalán til að keppa við Íbúðalánasjóð í langtímalánum. Geta svo ekki útvegað sér meira fé í þessi lán og falla því úr samkeppni. Ímyndin snöggversnar svo, þegar þeir reyna að skuldbreyta lágu vöxtunum í háa vexti. Þá fyrst hefst vondur tími fyrir frjálshyggju.