Frjálshyggjudrengir Samfylkingarinnar hafna framhaldi á núverandi samstarfi við vinstri græna um ríkisstjórn. Björgvin G. Sigurðsson hrunráðherra segir þetta beint og Árni Páll Árnason segir það óbeint. Björgvin segir samstarf við vinstri græna útilokað án þess að ágreiningur um aðildarviðræður verði til lykta leiddur. Áður voru flokkarnir samt búnir að segja, að enginn mundi setja fram ófrávíkjanlegar kröfur í stjórnarmyndunarviðræðum. Samkvæmt þessu eru frjálshyggjudrengirnir að færa sig upp á skaftið. Hyggjast valda Jóhönnu Sigurðardóttur erfiðleikum í væntanlegum samningaviðræðum um vinstri stjórn.