Frjálshyggja eftirlitsstofnana

Punktar

Eftirlitsstofnanir brugðust í hrönnum, ekki bara í bönkum. Skipt var út frjálshyggju-forstjórum í Seðlabanka og Fjármálaeftirliti. Sem betur fer, en það eitt nægir ekki. Enn hefur ekki verið skipt út Guðna A. Jóhannessyni orkumálastjóra. Hann átti að passa taxta Landsnets, en gerði ekki og tapaði 6,5 milljörðum króna. Ekki hefur verið skipt út Kristínu Lindu Árnadóttur, forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún átti að passa eiturefni í sorpbrennslu, en gerði ekki. Það var ekki fyrr en eitrið var komið í mjólkina, að stofnunin umlaði í svefninum. Ríkiseftirlit er enn rekið að hætti frjálshyggjunnar.