Friður og spekt

Punktar

Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir styrk hinnar nýju íhaldsstjórnar, 78% gegn 22%. Fólk leitar í öryggið og finnur traust í bræðingi frá vinstri til hægri. Fólk er ekki lengur svo hrætt, að það leiti öryggis í breytingum. Af breytingaflokkunum næðu aðeins Samfylkingin og Píratar inn þingmönnum, en Viðreisn og Flokkur fólksins mundu falla út. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hægt um sig og Katrín Jakobsdóttir leikur á als oddi með allt sitt persónufylgi. Þetta verður sælutími, unz fer að gefa á bátinn. Kannski þarf að smala köttum, þegar frá líður, en nú sjást fá tilefni til slíks. Við skoðum svo málið betur, þegar breyttu fjárlögin koma fram.