Friður ekki runninn upp

Punktar

Sannleikurinn er flókinn í Líbíu. Gaddafi var geðveikur morðingi, sem gott er að losna við. En andstaða Vesturlanda við hann byggðist fremur á tregðu hans í taumi. Andstaðan innanlands var sumpart af hálfu nútíma-íbúa stærstu borganna. Líka af hálfu klerka, svo og ættbálkahöfðingja, sem höfðu farið halloka fyrir ættbálki Gaddafis. Afskipti Vesturlanda af stríðinu byggðust sumpart á frelsishyggju, en þó meira á spekúlasjónum um olíugróða. Eftir fall Gaddafis hefjast erjur innlendra hagsmunaaðila. Svo og mútur og önnur afskipti vestrænna olíufélaga og ríkisstjórna. Friður er ekki runninn upp.